Í guðanna bænum, heldur fólk að spurningarmerki séu bara einhvers konar beygð upphrópunarmerki? Ég get sætt mig við að fólk sleppi spurningarmerkjum en þegar spurningarmerki eru sett aftan við upphrópanir og sleppt við spurningum er mér nóg boðið. Spurningarmerki skulu alltaf og aðeins koma á eftir spurningum og aðeins beinum spurningum!

Dæmi:

Pabbi, viltu lána mér pening?
Það er mánudagur, er það ekki?
Davíð spurði hvort ég væri farinn. (Ekkert spurningarmerki)

Get it straight…
(\_/)