Eeenn einn iPod korkurinn, allavega..

Ég á iPod mini, sem ég fékk ca í ágúst í fyrra, hann var búinn að virka ágætlega með minni háttar bilunum svo sem hann frosnaði og svona.. Bara þetta venjulega, svo seint á árinu '05 fraus hann í laaangan tíma og alltaf þegar maður reyndi að kveikja á honum kom svona mynd af dauðum iPod [iPod með X fyrir augu] og það heyrðist furðulegt bíp bíp bíp í honum.. ég fór með hann í Apple búðina og maðurinn þar sagðist aldrei hafa heyrt bíp úr iPodi áður! Og þar sem iPodinn er keyptur í Ameríku get ég ekki fengið nýjan þar sem ég er ekki í ábyrgð.. Svo móðir mín fékk konu sem hún þekkir sem er flugfreyja til að fara með hann og freista þess að láta gera við hann úti. Nú eru þær tvær sem hafa farið með hann og þær segja bara að það sé engin Apple búð á staðnum sem þær eru. Sannleikurinn er að hún er of langt í burtu.

Ég er að fara út núna eftir rúmlega viku og mig langaði að taka iPodinn minn með, en þar sem engar líkur eru að ég fái hann viðgerðann á þessari viku, fyrir utan að við vitum ekki einusinni hvort þetta virki, þá var ég að hugsa hvort ég ætti að kaupa iPod hérlendis og vera þá búin að tryggja mig með því að vera í ábyrgð?