Ekkert við það að athuga að gúgla en þvert á móti held ég að sumir þurfi að læra svolítið að gúgla, það held ég að mundi spara öllum dýrmætan tíma. Þeim sem ekki kunna að gúgla með því að þurfa ekki að bíða eftir svari en hinum með því að þurfa ekki að eyða dýrmætum sekúndum í að lesa korka eins og “Hvað er lagið?” og “Hver er…?”

Dæmi:
Þegar spurt er “Hvað er lagið?” og svo kemur á eftir einhver svolítill textabútur má t.d. slá inn textabútinn innan gæsalappa og svo á eftir kemur “lyrics” - þá utan gæsalappa. Þetta færir venjulega einhverjar niðurstöður sem innihalda nafn á hljómsveit og lagi.

En svona… bara drífa sig á google.com og byrja að æfa.

Svona til að botna þetta, þá er fyrir þá sem ekki vita líka til góður vefur þar sem má fá upplýsingar um allan fjandann. Frjálsa alfræðiorðabókin, http://www.wikipedia.org.
(\_/)