Ég óska eftir reglugerð að öll bílastæði sem eru sköffuð af verslunum séu trygð fyrir tjóni á bílum sem leggja þar.
Þetta er komið út í öfgar hvað fólk er orðið tillitlaust gagnvart nágrannanum.
Ég sjálfur er búin að lenda í 3 tjónum út af svona ákeyrslum við verslanir.
Verslanir geta sett upp stöðumæla og mynda vélar til að mæta kostnaði á þessu.
Ég er alveg tilbúin til að borga í stöðumæli ef bíllin minn er trygður á meðan.
Þetta finst mér að ætti líka að ganga yfir Reykjavíkur borg.
Svo mætti setja sekt á fólk sem keyri á bílastæðum sem verslanir ákveða.
Þetta verður kannski til þessa að fólk fari að hugsa sig um áður en það stingur af.