Roger Waters í Egilshöll

HAGNÝTAR UPPLÝSINGAR FYRIR TÓNLEIKAGESTI

Kæru tónleikagestir


Hér koma nokkrar hagnýtar upplýsingar, fyrir ykkur, um stórtónleika Roger Waters í Egilshöll


Roger Waters hefur tónleikana stundvíslega klukkan 8 og því er um að gera að mæta snemma til að losna við biðraðir og vöntun á bílastæðum. Dyrnar verða opnaðar klukkan sex en við verðum með risatjald fyrir utan þar sem hægt er að fá sér veitingar fyrir hljómleikana. Tjaldið verður opnað klukkan 4. Eins verður opið í tjaldinu eftir hljómleika.


Fyrri hluti tónleikana, þar sem Roger Waters mun taka mörg bestu lög Pink Floyd, verður í rúman klukkutíma og svo verður tekið 20-30 mínútna hlé. Eftir hlé mun hið magnaða verk Dark Side Of The Moon verða tekið í heild sinni og þá mætir Nick Mason á sviðið á trommurnar. Seinni hluti tónleikanna verða í u.þ.b. klukkutíma og því lýkur tónleikunum um 22.45.


Við verðum með veitingasölu í salnum og við andyrið. Þar verður hægt að kaupa sér pizzur og gos og eins verður bjórsala í sérstökum afmörkuðum svæðum. Svo verður hægt að kaupa Roger Waters hljómleikaboli. Því er gott að vera með einhvern lausan pening á sér til að salan gangi hratt fyrir sig.

ATH Sér svæði er fyrir fatlaða og hreyfihamlaða í A-Svæði


Það verður sérstakt útisvæði fyrir þá sem reykja en það er stranglega bannað að reykja innandyra.


Þeir sem eiga eftir að ná í miðana sína endilega gerið það sem fyrst því það er leiðinlegt að standa í biðröð fyrir framan hljómleikahöllina eftir miðum sínum. Best er að ná í þá í Skífuverslununum nú um helgina.


Svo er um að gera að skemmta sér sem best á þessari sögulegu stund sem mun renna upp á mánudaginn kl. 8.


Kveðja

E.G. Miðlun tónleikahaldarar.