Ég held að ég sé skrýtinn. Alltaf þegar ég er einn í Kringlunni, bíó-i eða einhverjum stöðum þar sem er tryggt að sé mikið af fólki, þá verð ég pirraður. Ég þoli ekki fólk. Yndislegt en satt. Og það er ekki eins og ég þekki það eitthvað eða neitt þannig. Bara þegar ég veit af fólki fyrir aftan mig þá byrja ég að halda að það sé að fylgjast með mér, gagnrýna mig! Ég er að vera geðbilaður. Hvar sem er. Hvenær sem er. Og ég veit að ég á aldrei eftir að sjá meirihlutann af þeim aftur en… samt.

En nátturulega þegar ég er með góðum vinum þá breytist allt.

En út af þessu gat ég aldrei verið á neinum námskeiðum, aldrei æft neitt, aldrei gert neitt með jafnöldrum mínum því ég þoli ekki ókunnuga.

Ég er skrítinn.
Let me in, I’ll bury the pain