Ég sá gamlan kall vera að leita að tómötum í gær og ég fór næstum að gráta. Mér fannst svo sorglegt að hann fyndi ekki tómata að mig langaði að gráta. Kannast einhver við þetta? Að vera næstum farin að gráta afþví maður vorkennir gömlu fólki svo mikið?
Ég er að vinna í búð núna og ég verð alltaf svo miður mín þegar ég sé gamla fólkið. Þau eru alltaf svo hrædd og leið á svipinn og mér finnst þeim líða svo illa.
Já, á ákveðnum tíma tíðahringsins hjá mér verð ég geðveikt viðkvæm og fer að gráta útaf engu.