OgVodafone bjóða þessa dagana upp á ótakmarkað download og segja í auglýsingunum: bla,bla,bla…frítt að hringja í klukkutíma á mánuði, ótakmarkað erlent download, blah,blah,blah…
Við erum með ótakmarkað erlent download og allt svoleiðis en nú um daginn fengum við sent heim bréf frá OgVodafone, og ég ætlaði ekki að trúa því, þar stóð í grófum dráttum:

Kæri viðskiptavinur.
Niðurhal þitt hefur farið umfram hámark þjónustunnar, en það eru 40GB.
Vinsamlegast dragðu úr niðurhalinu.
Kveðja, OgVodafone.

40GB!!! Af hverju eru þau að auglýsa ótakmarkað download ef það er svo ekki ótakmarkað, og að setja líka svona lágt takmark… helvítis mafíósar. Hefur einhver annar lent í þessu?
“Fólk segir að ég lifi mig of mikið inn í raunveruleikan.”