Ég þoli það ekki að allir þurfa að hafa skoðun á því hvaða menntaskóla maður velur.
Sem þannig séð er allt í lagi, fólk á alveg rétt á sínum skoðunum en þegar að þetta er komið út í “nei veistu mér finnst að þú eigir ekki að velja þennan skóla þótt að námið henti þér vegna þess að þú bara passar ekki inn”

Ég er búin að fá þetta komment svo oft á síðasta mánuði að mig langar mest til að öskra á næstu manneskju sem “tilkynnir” mér að MH sé staðurinn fyrir mig eða að ef ég færi í versló ætti ég eftir að vera lögð í einelti(ég persónulega stór efa að 16-20ára krakkar séu mikið að leggja í einelti)
Ég er ekki að dissa þig… Hálfviti!