Vá hvað ég er orðinn pirraður á þessu veðri. Nú er hitabylgja og mesti hiti sem hefur verið á landinu í maí í nokkur ár. Þá þarf ég endilega að vera í prófum og þarf að vera inni að lesa í staðin fyrir að vera úti í blíðunni. Ég ætlaði að gera eitthvað skemmtilegt eftir prófin, fara að veiða eða eitthvað svo ég kíkti aðeins á veðurspána. Ég gerði að sjálfsögðu ráð fyrir því að veðrið mundi haldast svona eitthvað framyfir helgina a.m.k en nei þegar ég kíki á veðurspána blasir þetta við mér:
www.vedur.is
Á fimmtudag, Á föstudag, Á laugardag: Norðaustlæg átt. Dálítil él norðaustantil og smáskúrir með suðurströndinni, en annars þurrt. Hiti 0 til 8 stig, mildast SV-lands. Á sunnudag, Á mánudag: Austlæg átt og dálítil væta, einkum austantil. Svalt í veðri.

Þetta er ekki sanngjarnt!
Allt hefur enda, pylsa hefur tvo.