Hér er listi um 10 óhugnalegustu, hræðilegustu og furðulegustu barnateiknimyndir.

Þeir sem fara reglulega á http://www.b2.is hafa eflaust séð þetta en hérna ætla ég að skrifa um þetta.

_______________________________________________________________


10. Er Dóra og Klossi, teiknimynd um stelpu og apa sem fara í ferðalag í hverjum þætti, mæli ekki með þeim. Eitthvað fáránlegt kort að hjálpa henni :S.


9. er “Teletubbies” eða Stubbarnir sem ég held að allir kannist við. Einhverjar fáránlegar geimverur.


8. Næst kemur “The Backyardigans” sem fjallar um elg, mörgæs, flóðhest, kengúru og …geimveru.

7. er “Wonder Pets” sem fjallar um hamsturinn Linny, Skjaldbökuna Tuck og Andarunagnn Ming Ming.

6. Mr. Roger's Neighborhood og fjallar um stórskrítinn búktalara með einhverjum dúkkum. Roger er dáinn en samt er sýnt þennan þátt á hverjum degi á PBS.

5. er Latibær eða “Lazytown” og eins og flestir vita fjallar um nokkrar brúður, Sollu stirðu, íþróttaálfinn og Glanna Glæp (sem er nokkurn veginn hálf dúkka, frekar freaky þessi persóna).

4. er Úbí eða “OObi” sem fjallar um hönd með augu sem á víst marga aðra vini (bæði hendur og fætur).
Amk á íslensku orðar hann alltaf setningar svona; Úbí borða….Úbí finnst gaman og er orðið ótrúlega pirrandi.

3.The Doodlebops, ég veit ekki mikið um þennan þátt annað en það sem stendur á síðunni, þeir eru trúðar, þeir eru hljómsveit og þeir eru kanadískir.

2.Doobah, eins og í stubbunum búa þeir í einhverri “undraveröld” og þeir eru einhver gúmmískrímsli (veit ekki hvernig á að orða þetta) en þeir koma í allskonar litum og er rosalega óhuggnalegt að mínu mati.

1.eru Higglytown heroes sem eru lifandi brúður, þær eiga víst að vera mjög vingjarnlegar en ég á bágt með að sjá það á þessum myndum :S