Af hverju er fólk að fara á áhugamál sem það hefur ekki áhuga á ? Ég sendi þetta sem svar við korki á áhugamálinu fræga fólkið og langaði bara að pósta þessu hérna líka. Þetta er nefnilega ekkert smá pirrandi og barnalegt !
Til hvers eruð þið öll að koma hingað inn á þetta áhugamál ef að þið hafið engan áhuga á því ? Leyfið okkur sem höfum áhuga á þessu bara að njóta þess að spjalla um ríka og fræga fólkið í fridi fyrir einhverju svona skítkasti.
Þetta er eitthvað sem fer einnar mest í taugarnar á mér við huga.is þegar óþroskaðir einstaklingar eru að koma inn á áhugamál, sem þeir sjálfir hafa engan áhuga á og og biðja um að láta fjaralðægja viðkomandi áhugamál eða dissa það á einhvern annan hátt.
Ef þið hafið ekki áhuga á þessu af hverju í ósköpunum eruð þið að eyða tíma ykkar í að lesa/skrifa á þetta áhugamál ?
Hættiði þessu bulli nú og verið þá bara inni á þeim áhugamálum sem þið hafið áhuga á. Því þetta er bara barnalega hegðun og hana nú !!
-Song of carrot game-