Fór með félaga mínum á myndina “The Hills Have Eyes” í gær.
Við fengum okkur fín sæti og ekki leið að löngu fyrr en annað fólk, settist fyrir neðan okkur og byrjaði að spjalla við okkur, spyrjandi okkur fáránlegra spurninga eins og hvort við hefðum ferðast gegnum hvalfjarðargöngin, þessi náungi sagðist vera skíthræddur við að ferðast þarna, eftir þessa spurningu hugsaði ég “Úr hvaða holu var þetta fólk að skríða?”.

Jæja svo byrjar myndinn, og þetta er náttúrulega hryllingsmynd, og viti menn kellingin byrjar að væla eins og brjálæðingur “ó nei ekki hlaupa heimski hundur”, “ó nei þarna kemur vondikallinn”, og svo þegar eitthvað ógeðslegt gerist þá vælir stelpu fíflið “ojj, mamma sjáðu þetta, ógeðslegt”.

Við færðum okkur bara um sæti og ekkert meira um það, en þetta fólk gjörsamlega eyðinlagði fyrri hluta myndarinnar, og ekki gátum við fengið endurgreitt í hléi…

Nenni nú ekki að fara lengra út í þetta, en engu að síður fer ég ekki lengur á hryllingsmyndir í bíó án þess að hafa sveðju meðferðis, eða eitthvað álíka beitt og banvænt, til að þagga niður í svona andskotans fávitum.
No remorse!