Ég var að enda við að horfa á 24, nýjasta þáttinn. Finnst einhverjum öðrum handritið lélegt? Þetta eru sömu klisjurnar aftur og aftur, og stanslaus væmni. Ég trúi ekki að einhverjum finnist svona gríðarleg væmni skemmtileg. Svo eru dauðar allra aðalpersónanna ekki nógu tilfinningaþrungnir einhvernveginn, þeir hafa ekkert mikil áhrif. Svo er það myndatakan, hún er bara allt öðruvísi. Alltof hefðbundin og týpísk, ekki nógu live eins og í hinum seríunum. Flestir leikararnir eru góðir en handritið svo lélegt að þeir líta ílla út, og ég held að leikstjórinn sé ekkert upp á marga fiska heldur. Ég elskaði þessa þætti, þetta voru eiginlega bestu þættir sem ég hafði séð. Ég á allar hinar seríurnar og þær eru svo margfalt betri heldur en þessi. Algjör synd að þessir fæðingarhálfvitar í Hollywood eyðileggi svona æðislegan þátt til að þröngva þessari væmni upp á alla og gera heiladauðu Könunum til geðs. Þeir eru búnir að eyðileggja þáttinn minn!!!!! Helvítis.