Hafiði tekið eftir því hvað fólk á auðvelt með að segjast hata hluti?

Stundum þegar ég heyri krakka segjast hata kennara, skólan, fjölskyldur sínar, aðra vini sína, kærasta sína o.s.fr. velti ég mér fyrir mér hvort þau meini þetta á því augnabliki eða hvort þetta sé eitthvað sem þau bara segja án þess að hugsa út í.

Því maður hatar ekki kennara af því að þeir láta mann hafa of mikið af heimavinnu. Maður hatar ekki Silvíu Nótt þótt hún sé frekar pirrandi og heimskuleg. Maður hatar ekki vini sína þótt þeir hafi rifist við mann útaf einhverju ómerkilegu.

Mér finnst þetta bara svo asnalegt og barnalegt eitthvað. Ef þú hatar eitthvað ertu upptekin af því í langan tíma og þú fyrirgefur ekki svo auðveldlega. Ef fólk segist hata skólann gæti verið að það myndir ekki muna eftir því að hafa sagt það viku seinna.
Skiljiði hvað ég meina?
Born to talk - forced to work