Allir eiga sér draumabíl, þar á meðal þú og ég, ég veit hver minn er en mig langaði að skyggnast inn í bílasmekk hugara. Hver er draumabíllinn þinn.

Mig langar svoldið svakalega í BMW 760 LI sem er á 17.521.000 nýr… Bíll sem er með allt !

Smá yfirlit yfir aukabúnað

Aukahlutir & búnaður
ABS hemlar - Armpúði - ASR spólvörn - Álfelgur - ESP stöðugleikakerfi - Fjarstýrðar samlæsingar - Geisladiskamagasín - Geislaspilari - Glertopplúga - Hiti í sætum - Hleðslujafnari - Hraðastillir - Höfuðpúðar aftan - Innspýting - Kastarar - Kæling í sætum - Leðuráklæði - Leiðsögukerfi - Litað gler - Líknarbelgir - Loftkæling - Minni í sætum - Rafdrifin sæti - Rafdrifnar rúður - Rafdrifnir speglar - Útvarp - Veltistýri - Vökvastýri - Xenon aðalljós - Þjófavörn - Vél: 6,0L V12 48 ventla, Sjálfskipting: 6 þrepa með OD., Líknabelgir: 2 að framan og 2 hné belgir fyrir bílstjóra og farþega - Hliðarbelgir í hurðum frammí - í loft fyrir 1. og 2. sætaröð. Sæti: Rafknúin “Comfort” með “Nasca” leðri og 4 stillingum á mjóbakstuðning og 16 stillingum fyrir þægindi, Kæling í bílstjórasæti, Hiti í sessum og sætisbaki, kæling í hólfi milli sæta, Aftursæti rafknúin og með hita/kælingu, Minni á fram og aftursætum. Viðar/ál inrétting, Leðurklætt mælaborð og hurðarspjöld, Hljómgræjur: Logic 7 “Audio System” með 13 hátölurum 2 bassahátölurum - 6 diska CD í mælaborði og MP3, “Rear iDrive” = 6 diska CD/DVD spilari í skoti og LCD skjár, Sjálfvirk miðstöð frammí og afturí bæði hægra og vinstra megin, “Comfort Access System”, Aðgerðarhnappar í leðurstýri fyrir stereo og hraðastilli ofl., “Activ Cruise Control” = hraðastillir nemur bil milli bíla, og allt annað sem einherntíma hefur verið hægt að fá í bíl !!


*Sleeeeeef*
I will never doubt the power of those in love.