Hef verið að hugsa um það, hvað ef Guð væri einn af okkur, hér niðri á jörðu, jafnvel á Íslandi. Hvað ef hann væri jafnvel afgreiðslumaðurinn í Hagkaup. En af hverju myndi hann þá velja Ísland, eða húsið sem hann býr þá í.
Af hverju myndi hann þá velja sér líkamann sem hann er í. Því hann getur valið hvaða líkama sem hann vill, hann gæti verið Bush, Hilary Duff, Paris Hilton, hann gæti líka verið dýr, selur, fiðrildi….
En eins og ég sagði áðan hví myndi hann þá velja að vera það sem hann er. En við mannkynið gætum aldrei fengið að vita hver hann væri þá, því hann myndi aldrei segja okkur að hann væri Guð, því hvað ef við myndum trúa honum, þá værum við alltaf að fara til hans og biðja um allt mögulegt. Hver myndi vilja það mikla athygli? En væri ekki erfitt að lifa í slíkri lygi? Því ef þú byrjar að ljúga, þá þarftu kannski að ljúga aftur og aftur og aftur, þangað til að þetta verður stór lygavefur!!! Hver myndi vilja lifa þannig? Hann gæti í rauninni lifað uppi á himnum og enginn sér hann, eða er þetta kannski eins og öryggismiðstöð. Hann situr þarna með Jesú sér við hægri hönd og horfir á endalausa skjái. Væri það ekki svoldið leiðinlegt til lengdar. Ég meina að fylgjast með öllu, að sjá öll augnablik, allt sem gerist. Hann myndi vita allt, en þegar hann yrði eldri, myndi hann þá byrja að kalka. Þá myndi hann byrja að gleyma öllu. Þá komum við okkur að stóru spurningunni: Er hann þá virkilega til?

Veit ekki, hef bara verið svona að hugsa, því það eru alltaf 2 hliðar á öllu, það sem vísindamenn segja og það sem prestar segja…

Þetta er eitt af því sem við mannkynið fáum ekki að vita.
Life is not fair!