Hafið þið einhvern tíman raunverulega spáð í það hvað gerðist á Páskunum? Jú, hugsanlega vita það flestir - en margir hafa ekki grænar baunir hugmynd um hvað gerðist og um hvað Páskarnir snúast.

Mjög margir halda að Páskar snúist eingöngu um það að fá páskaegg, og það sem stærst og flest egg. Aðrir halda bara að þessi hátíð tengist bara fermingum og enn aðrir vita bara ekkert um hvað Páskahátíðin snýst.

Eftirfarandi er úrdráttur sem útskýrir Páskana fyrir þá sem ekki vissu um hvað þeir snúast. Ég fékk þetta í morgunblaðinu frá síðasta fimmtudegi og þetta er hægt að lesa orðrétt í því blaði frá skírdeginum.

****
Skírdagur:
Á skírdag borðaði Jesú með lærisveinum sínum síðustu kvöldmáltíðina. Á meðan á máltíðinni stóð sagði Jesú lærisveinum sínum að einn þeirra myndi svíkja sig. Þeir voru hver öðrum sannfærðari um að það myndu þeir ekki gera. Það leið þó ekki langur tími þar til Júdas sveik Jesú fyrir 30 silfurpeninga. Jesú var svo handtekinn og dæmdur til dauða.

Föstudagurinn langi:
Hermenn afklæddu Jesú og fléttuðu þyrnikórónu og settu á höfuð hans. Því næst fóru þeir með hann til krossfestingar að Golgatahæð. Jesú dó á krossinum þennan dag. Um kvöldið var Jesú lagður í gröf sem höggvin var í klett. Stórum og þungum steini var velt fyrir opið. Jesú hafði sagt að hann myndi rísa upp á þriðja degi eftir dauða sinn svo Pílatus féllst á að láta gæta grafarinnar vel vegna þess að æðstu prestarnir og farísearnir óttuðust að lærisveinar Jesú kæmu og stælu líkama hans.

Páskadagur:
María Magdalena og María móðir Jakobs keyptu ilmsmyrsl til að smyrja líkama Jesú. Þær komu snemma dags að gröfinni og sáu að búið var að velta stóra og þunga steininum frá grafaropinu. Þær fóru inn í gröfina og hittu þar fyrir ungan mann sem klæddur var í hvíta skikkju. Ungi maðurinn sagði konunum að vera óhræddar því Jesú væri risinn upp frá dauðum.

****

Kveðja:
Tigercop - maulandi páskaegg frá Kólus og njótandi þess að vera í páskafríi.