Vá verð aðeins að fá að tuða hérna.

Af hverju þarf sumt fólk alltaf að draga fólk í dilka? T.d. það eru sumir sem eru með svo mikla fordóma gagnvart öðrum sem eru ekki eins og þau. Vinkona mín sem er í stórum vinahóp lenti í því að þau voru öll allt í einu hötuð af “hnökkunum” í skólanum og eru nú alltaf kölluð “artí fartí” pakkið án þess að vera “artí fartí” og án þess að hafa gert þessu liði neitt. (hef samt ekkert á móti “hnökkum”)

Æji vá það er svolítið asnalegt að skrifa þetta niður en mér finnst bara að það eigi ekki alltaf að flokka fólk niður.

Fólk á bara að fá að vera það sjálft án þess að vera gagnrýnt fyrir það eða dæmt eða sett í einhverja flokka sem það er kannski ekkert tilbúið að vera hluti af.

Takk fyrir mig. (og vá þetta er ruglingslegt hjá mér)

———-

=)