Jæja, enginn notar áhugamálin svo ég spyr hér, hvað er sniðugt að hafa á XY kortinu sínu þar sem það er allt bannað?

Eftirfarandi má ekki nota á kortinu:

* Engin áberandi fyrirtækjaheiti, vörumerki, auðkenni, slagorð eða þekkta einstaklinga
* Engar myndir/efni sem túlka sjónarmið andfélagslegra afla, stjórnmálahreyfinga eða trúarhópa
* Engar myndir af fólki við ástundun eða þátttöku í ólöglegu eða andfélagslegu atferli
* Myndir má aðeins nota með samþykki eiganda, þ.á m. myndir sem fengnar eru af Internetinu
* Engin símanúmer, lykilorð, trúarsetningar og vefslóðir
* Engar myndir sem eru ögrandi, niðrandi eða kynferðilegs eðlis
* Engar myndir af nöktu eða nær nöktu fullorðnu fólki eða börnum
* Engar myndir sem kynnu að skoðast sem ofbeldisfullar eða klámfengnar



Var að velta fyrir mér einhverju af “imbakassanum” eftir Frode Øverli en finn það ekki á netinu þar sem ég kann ekki enska né sænska orðið yfir það.

En, hverju mæliði með á “mitt kort”?