Núna er verið að tilkynna það að nú eigi að byrja einhver herferð gegn ólöglegu niðurhali og deilingu á höfudavörðu efni. Og mér er spurn, fyrst það er svona mikið af þessu, afhverju koma þessir hagsmunaaðilar ekki með einhverja lausn til að koma til móts við fólk sem stundar ólöglegt niðurhali. T.d. ef ég vill horfa á einn þátt af futurama, vill ég ekki þurfa að kaupa heila seríu bara til að horfa á einn þátt, og hvað þá eyða peningnum í heila seríu. Skjárinn er vissulega góð pæling, en hún er bara ekki nógu stór. Hún er kannski full dýr og vantar meiri fjölbreyttni, en hann er skref í rétta átt.

Og í öllum þessum fréttamiðlum er alltaf talað við hagsmuna aðila, aldrei komið með hlutlaust sjónarmið. Það er bara alltaf “þetta er rangt og við töpum pening”. Ég veit ekki betur en einn af stjórnendum sony hafi sagt að það er ekki ólölegt niðurhal sem er að fara með bissnissinn þeirra heldur búi þeir bara til svo lélegar myndir.

Svo á ég góðann vinn sem vinnur í BT og hann sagði mér að þeir þurfi ekki að tilkynna smáís þegar þeir eru að sýna dvd myndir á skjávörpum eða í sjónvörpum í búðinni, því þeir eru í smáís. Það kalla ég hræsni, því það þarf að borga fyrir að sína dvd myndir á almenningsstöðum. Lögin sem Hallgrímur í smáís er alltaf að hamra á gilda greinilega ekki um þá sem eru í smáís.. Ætli krakkinn hans sé ekki bara sjálfur á fullu að downloda og það er bara allt gott og blessað?!