Well, þar sem 1. Apríl er liðinn verð ég víst að viðurkenna að hér var um subbulegt gabb að ræða eins og flestir reyndar vissu greinilega og reyndar vissi ég það fyrirfram að það myndi ekki þýða að gabba gáfaða æskuna á Hugi.is (/kynlíf) …

EN… hversu margir fóru niður í Síma í Ármúla? Gaman væri ef einhver myndi þora að viðurkenna það og segja okkur frá því hérna … *glott*.

Ég vona bara að það hafi ekki allt verið rauðglóandi að gera hjá þeim í þjónustuverinu í Ármúlanum - en ef svo var biðst ég hér með afsökunnar á því —-> NOT.

Það er alltaf gaman að búa til aukavinnu fyrir þessa dásamlegu símaþjónustuaðila (eins og þeir hafi nú ekki nóg að gera greyin þó álfar eins og Tiger sé ekki að auka álagið á þá) …

Ég vil þakka öllum þeim sem greinilega vissu að um gabb var að ræða en spiluðu samt með og sendu mér kveðju til baka. Hina sem voru of gáfaðir fyrir svona gabb og þurftu endilega að tjá sig um það - sorry að ég eyddi svörunum ykkar en marr varð nú að reyna að hafa þetta eftir bókinni og þess vegna eyddi ég út öllum svörum frá “gáfuðu” notendunum sem þurftu endilega að tjá sig “in the wrong way” …

En, ef einhver fór niður í síma í Ármúla - hvernig væri að leyfa okkur að heyra söguna og verið nú ófeimin við að viðurkenna ef þið voruð gerð að “aprilsfool” í ár…

Kveðja:
Tigercop sem fer ekki rassgat af Huga nema JReykdal banni hann til 2024. Marr ætlar sér að vera eins og Dabbi Kóngur og sitja í hásæti sínu þar til allir núlifandi hugarar eru fallnir í dá og gleymsku - þá kannski will i step a side og yfirgefa búlluna…