Stjórnendur: Ef auglýsing á námskeiðinu er ekki leyfileg á korkunum er sjálfsagt að þessum pósti verði eytt.

Halló öll.

Á laugardaginn kl. 14-16 mun ég, ásamt Árna Kristjánssyni doktor í skynjunarsálfræði, halda námskeiðið Undur skynjunarinnar. Þar munum við fjalla um alls konar áhugaverða hluti, svo sem af hverju fólk sér skynvillur, af hverju sumir sjá ekki andlit eðlilega og þekkja því jafnvel ekki fjölskyldumeðlimi eða sjálfa sig í spegli, hvernig sumt fólk getur fundið bragð að orðum eða heyrt í litum, og margt annað ótrúlega skemmtilegt og sniðugt um hvernig heilinn skynjar umhverfið.

Endilega komið, það kostar bara 950 kall og hentar fyrir alla :)

Það er hægt að skrá sig á http://www.endurmenntun.is

Heiða María Sigurðardóttir
a.k.a. Calliope
B.A. í sálfræði, starfsmaður Vísindavefsins og fyrrum stjórnandi áhugamálsins Vísinda og fræða