Á mörgum korkum hef ég rekist á að margir nota almennt til að spyrja eftir lögum og ýmsu öðru þar sem vantar aðstoð og margir reyna að vísa þessum spurningum á hjálparkorkinn.

Á almennt er líka verið að gefa tilvísanir á videolinka og tölvuleikjalinka sem ætti frekar heima annarstaðar.

Kannski túlkar þetta fólk sem setur svoleiðis á korkana í almennt að hér má vera hvaðsemer. Og það ríki algjört frjálst val hvað á að setja hér inn.

Er ekki bara tími til kominn að útbúa góða og skýrari leiðbendingar fyrir fólk svo að það ruglist ekki á þessu orði “Almennt”?

Er annars engin leið til að færa korka yfir í það sem þau eiga best heima? Ef ekki þá þyrfti svo sannarlega að fara að gera eitthvað við því.

Það þýðir ekkert að kenna þessu skilningsljóu fólki að lesa þegar það endurtekur þetta aftur og aftur.

Vissulega eru margir þreyttir á svona fíflagangi í korkunum en það vantar sárlega hér skýrari reglur og leiðbendingar fyrir forsíðuna svo að fólk fari ekki á mis eða villugötur með sína korka.