Ég verð bara að fá að nöldra aðeins.

Fyrir viku byrjaði ég að verða veik, hálsbólga, vöðvabólga og hausverkur. Ég átti að vera að vinna (í búð) og ætlaði að hringja til að láta vita að ég kæmi ekki og fara svo að sofa. Ég hringdi örugglega 20 sinnum og enginn svaraði! Svo þegar ég loksins gafst upp gat ég ekki sofnað aftur … Svo þegar ég var að fara að borða var hringt í mig til að spurja hvort ég kæmi ekki!! Svo má ég eiginlega ekki missa úr skóla svo ég mætti alla vikuna hálf-slöpp og með hausverk. Loksins þegar ég hélt að þetta væri að verða búið og fór að vinna aftur vaknaði ég við það að augað á mér var límt saman af greftri. Þá hafði ég eitthvað nuddað augað í vinnunni og var ekkert voðalega hrein á höndunum. Það kvöld fór ég út og datt í hálku og er að drepast í marblett á rassinum. Allann daginn var ég að reyna að passa að það myndi ekki smitast í hitt augað en þegar ég vaknaði í morgun var ógeðslegur gröftur í báðum augum og núna eru bæði augun nærri því bleik :(

Ekki nóg með þetta heldur þarf ég líka að skila íslenskuritgerð og taka próf úr dönskubók sem ég hafði ekki tíma til að lesa (þótt ég væri alveg til í að lesa hana, ágætis bók) og líka læra stærðfræði …

Úffff ….