Hræðilega er ég orðinn þreyttur á því að alltaf þegar maður er að skoða myndir og það kemur ein photoshop-uð, þá er ALLTAF a.m.k. einn sem segir “lélegt” eða “illa photoshoppað” eða eitthvað í þeim dúr.
Getur þetta fólk ekki vinsamlegast bara haldið sér saman þegar kemur að þessu máli og hlegið að myndinni eins og á að gera. Ekki láta svona smáatriði fara í taugarnar á sér og eyðileggja þar af leiðandi húmorinn í myndinni fyrir sjálfu sér og öðrum.