Ég var í náttúrufræðitíma í gær, við vorum að læra um hita / varma og þess háttar og umræðuefnið fór út í alkul, ég spurði, þó ég vissi svarið, hvernig hægt væri að komast niður í alkul og þær (2 kennarar) sögðust ekki vita það, þá sagði ég þeim að það væri ekki hægt, og í svona heila mínútu (í tímanum!) þrösuðu þær um það með bara þau rök: “Hvernig er þá vitað að alkul er slétt -273°?”, sem pirraði mig ennþá meira því þær alhæfðu að það væri slétt tala, en það er -273,15°!

En svo hættu kennararnir að tala við mig og héldu líklegast að ég væri í afneitun…

Ég útskýrði fyrir þeim að það þyrfti þá að stöðva alla hreyfingu en þær skildu ekki neitt í því..

Pfft? (en þið endilega leiðréttið mig ef það er rangt hjá mér að það þarf að stöðva hreyfinguna)