Ég þoli ekki foreldraráð sem þurfa alltaf að skemma allt, alltaf sínöldrandi yfir öllu í smabandi við skólann, gera oft vonda hluti eins og að stytta sumarfríið og annað. Núna finnst mér hins vgear nóg komið!

Þannig er mál með vexti að ég er í 10. bekk, og í vor er fyrirhuguð útsrkiftarferð, til Danmerkur, á vegum nemendafélagsins. Við erum byrjuð að safna, erum að vinna ýmis verk fyrir skólann, höfum haldið kökubasar, erum að selja páskaegg (2000 kall fyrir stórt egg, búið til úr kúlúsúkk súkkulaði, algert lostæti, ekki selt í búðum!), og ætlum að halda eitthvað maraþon og ball og svona. Þetta hefur gengið vel, það fékkst auðvitað samþykki fyrir utanlandsferð frá skólastjóra áður en þetta var komið á hreint, og allir eru orðnir svaka spenntir.

En nei, kemur þá ekki foreldraráðið skipað foreldrum úr 9. bekk, og fer að segja að ef við förum tl útlanda núna, og 10. bekkur á næsta ári fer ekki, þá væri það ósanngjarnt gagnvart þeim. Hvað er að fólki? Þetta er það sem við völdum, við ætlum að láta þetta verða að veruleika, og vinnum fyrir því! Ef þau vilja líka svona ferð á næsta ári, geta þau alveg unnið fyrir því líka þegar þar að kemur!
Einnig, þá erum við fyrsti 10. bekkurinn í þessum skóla, og með aðrar ferðir höfum við alltaf verið tilraunadýr, árinu yngri fá alltaf mun betri ferðir. Dæmi: í 9. bekk fórum við í skíðaferð í eina nótt. Í 10. bekk fórum við í tvær nætur, og þá 9. líka í tvær nætur! Svona gæti ég haldið áfram, það hafa verið mjög fáar ferðir hér í þessum skóla.

Æi, mér finnst bara svo sorglegt þegar fólk þarf að nöldra yfir öllu, ég hata þannig fólk. Bitru helvíti! Mig og langflestum í 10. bekk langar út, mér er alveg sama hvort 9. bekk langar líka út, við erum ári eldri, og eigum að fá ári betri ferðir!