Mér þætti gaman að vita hversu margir korkar hafa verið skrifaðir á þessari síðu út af því að MSN virkar ekki hjá þeim.

Fólk virðist bara ekki fatta það að MSN er rusl, það hefur alltaf verið rusl, og það mun alltaf verða rusl. En það mun alltaf virka aftur, sama hversu bilað það er, gefið því bara tíma. Fimm mínútur er oft meira en nægur tími til þess að þetta lagist af sjálfu sér. Ég man vel eftir því einu sinni þegar að MSN datt út, á 3 mínútum komu 4 korkar sem að allir hljómuðu á þessa leið: Af hverju virkar MSN ekki????

Er það bara ég eða er þetta ekki soldið sorglegt að fólk fari á taugum í hvert sinn sem að þetta klikkar?

ég er með eina spurningu að lokum:

AF HVERJU SKIPTIR ÞETTA LITLA FORRIT SVO MIKLU MÁLI Í LÍFI YKKAR????

ps. ég nota MSN, ég spjalla við vini mína á MSN, ég meira að segja hef kynnst mörgu nýju og áhugaverðu fólki í gegnum MSN, en ég leggst ekki upp í rúm og græt af fráhvarfseinkennum eins og eiturlyfjasjúklingur í hvert sinn sem að ég get ekki loggað mig inn….
Ég hef talað.