En ég þarf svo sem ekki að reyna að sannfæra einn eða neinn um að hugsun þeirra sem semja sé óskýr, dæmin tala sínu máli. Ég vil benda á að á sjöunda hundrað manns hafa sagst ætla að mótmæla “dómum fyrir afbrot sem þetta” í “Hverjir ætla..” á forsíðunni. Hvernig á nú að skilja það? Ætlar allt þetta fólk að mótmæla öllum dómum fyrir “afbrot sem þetta”? Það er bara spurt hverjir ætli að mótmæla dómum, ekki hverjir ætli að mótmæla of vægum dómum. Þetta fólk virðist því ætla sér að mótmæla því að dómar séu dæmdir fyrir svona afbrot. Ég held samt að fólkið hafi ætlað að mótmæla of vægum dómum fyrir afbrot sem þetta, en ekki að dómar séu felldir almennt fyrir afbrot sem þetta.
Svona er það þegar menn tala/skrifa áður en þeir hugsa<br><br>__________________________
No entity without identity.
___________________________________