Ég er mikið að velta fyrir mér hvað er í gangi á Huga.

Í dag hvarf grein um Hitler af deiglunni. Á Alþingisáhugamálinu fækkaði á korknum.

Reyndar var pósti frá mér eytt á Rokk en ég skil það vel og hef yfir engu að kvarta í rauninni þótt mér finndist hann hafa mátt vera.

Er verið að herða ritskoðun á Huga? Ef svo er, eftir hverju er farið? Mér þætti vænt um að fá svör við þessum spurningum.

Ef það er verið að herða ritskoðun á Huga fyndist mér eðlilegt að yfirlýsing þess efni birtist til að útskýra málið.

Með von um jákvæð viðbrögð
Mal3