Jæja góðir félegar og frænkur.
Ég fór með félaga mínum og ætlaði mér að fara í bíó. En þar sem bílprófið er rétt handan við hornið þurfum við að neyðast til þess að taka strætó. Við hlupum yfir götuna og héldum að við værum rétt svo á undan strætó því strætó átti að koma hálf. Við vorum komin í strætóskýlið 26 mínútur yfir og héldum við að það var einungis fjörgurra mínútna bið eftir strætó. En svo var raunin ekki. Við biðum og biðum illa klædd, sem er reyndar okkur að kenna en allavega við biðum í rúmar 20 mínútur eftir strætó sem kom aldrei.
Við enduðum á því að gefast upp og þegar við vorum komin nokkurn spöl frá strætóskýlinu kom strætó! við náttúrulega misstum bæði af helv* strætónum og bíóinu.
Afsakið orðbragðið en ég tel að þetta nýja strætókerfi sé ekki að gera sig út af því síðastliðna daga er strætó annaðhvort annaðhvort allt of seinn eða allt of fljótur.
Við Íslendingar eigum ekki að líða svona lagað og ég legg til að við látum í okkur heyra. Mér heyrist einnig að það séu fleiri en við sem viljum fá þetta bætt.

Er ég annars ekki að fara með rétt mál!?!