Jahá, ég er núna í 10. bekk og er búin að fara í nokkrar skólakynningar í framhaldsskóla og það er sumt sem fer svo í taugarnar á mér. T.d að öllum hópnum (um 40 krakkar) er smalað um allan skólann og það er svoo neyðarlegt eitthvað að labba þarna á eftir einhverri konu sem talar og talar en enginn hlustar og svo stara allir úr viðkomandi framhaldsskóla á mann. Er ekki pirrandi fyrir þá sem eru í skólanum að það eru alltaf einhverjir verðandi busar að labba framhjá í svona halarófu. Eða er það bara fyndið?

Svo er það líka það að t.d er minn skóli búinn að fara í MK á skólakynningu og þar var verið að gera lítið úr versló og auðvitað er MK besti skólinn og félagslifið þar best og blabla, sama saga er að segja um FG. Þar er allt svooo fullkomið. Og í Hraðbraut er ekki hægt að fá neinar upplýsingar um félagslífið þar þar sem heimasíða nemendafélagsins sökkar bigtime. Systir mín er Kvennó og auðvitað á ég að fara þangað því þar er besta nemendafélagið og skemmtilegasti “andinn” í skólanum. Hvað er málið? Og þar var Versló líka rakkað niður. Eru skólar með svona mikla minnimáttarkennd út af versló eða hvað? Og allir segja að sinn skóli sé bestur, eru allir framhaldskólar á Íslandi svona fullkomnir?

Ég á aldrei eftir að geta valið:(

———