Tekið af mbl.is

Mjólkurverð til danskra bænda lækkar vegna teikningamálsins

Yfirstjórn dansk-sænska mjólkurvöruframleiðandans Arla Foods ákvað í dag að lækka það verð sem fyrirtækið greiðir fyrir mjólk frá dönskum bændum. Fyrirtækið hefur orðið fyrir töluverðu tekjutapi vegna minnkandi sölu á afurðum fyrirtækisins í Miðausturlöndum þar sem reiði múslíma vegna Múhameðsteikninganna hefur m.a. komið fram í hverfandi sölu á vörum þess.

Þá er sagt hugsanlegt að fyrirtækið lækki það verð sem það greiðir fyrir mjólkurlítrann enn frekar þegar langtímaáhrif málsins á afkomu fyrirtækisins liggja fyrir. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten en umræddar teikningar voru fyrst birtar í því blaði í september á síðasta ári.


Þessi skilaboð eru til allra þeirra sem er ekki sama um þessar teikningar allar:

Fólk! Get over it!