er það bara ég eða er stafsetningin hjá mogganum á netinu alveg að kúka út í hrauni?
http://www.mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1188999;rss=1

eða er ég bara svona krónískur leiðindakarl að þetta er bara allt í lagi?

Skemmdir urðu á ratsjárbúnaði vélarinnar

Skemmdir urðu á ratsjárbúnaði flugvélar Icelandair sem snúið var við eftir að hún varð fyrir eldingu skömmu eftir flugtak frá Keflavíkurflugvelli um klukkan 17.30 í dag.

Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, sagði í samtali við fréttamann Morgunblaðsins í kvöld vélin sem var af gerðinni B757 og var á leið til New York með 150 farþega auk áhafnar, hafi verið búin að fljúga í um 5 mínútur eftir flugtak þegar eldingu laust í nef hennar. Flugstjórinn hafi þá ákvað að snúa strax til Keflavíkur á ný og lent vélinni þar heilu og höldnu skömmu síðar.

Þá sagði hann skemmdir hafa orðið á ratsjárbúnaði vélarinnar og því sé nauðsynlegt að setja hana í viðgerð.

Önnur flugvél var til reiðu og hélt hún áleiðis til New York nokkru fyrir klukkan 20 og héldu allir farþegar áfram för sinni en eftir lendingu í Keflavík var farþegum boðin áfallahjálp og þáðu nokkrir þeirrað hana.

Guðjón sagði jafnframt að þotur Icelandair væru gerðar til að þola eldingar og því hafi ekki verið nein hætta verið á ferðum þótt rétt hafi þótt að lenda strax til að láta gera við ratsjárbúnaðinn enda hafi vélin aðeins verið komin stutt áleiðis þegar atvikið varð.