Ég er búinn að vera með flensu(eða einhverja veiki allavega) í nokkra daga, með dúndrandi hausverk svo ég hef tekið einhverjar hausverkjatöflur. Ég tók tvær fyrir um klukkutíma og er nú þegar búinn að taka 4 í dag(maður á að taka 2 í einu).

En jájá, þar sem klukkan var orðin margt ákvað ég að fara að sofa. Slekk fyrst á tölvunni og fer aðeins fram. Slekk svo á sjónvarpinu, en þá kveikir tölvan á sér upp úr engu :O :O Kom ekki nálægt henni en samt kveikir hún á sér.

Ég ákveð að hundsa þetta og skríð í rúmið. Og um leið og ég loka augunum sé ég svona skrímsli eins og í myndinni Exorcist. Gerist í hvert skipti sem ég loka þeim. Ég reyni að hundsa þetta og opna augun, en þá sé ég bara allskonar myndir í myrkrinu, finnst skuggarnir vera djöflar og fleira í þeim dúr. Öll hljóð tengi ég svo við illa anda og þannig.

Ég varð kófsveittur og sjitt svo ég ákvað að þetta gengi ekki og ég vaknaði og kveikti ljósin og kveikti á tölvunni.

Geta svona ofskynjanir verið hliðarverkanir af hausverkjatöflum :O Eða eru þetta kannski bara veikindin. Er eitthvað hægt að gera við þessu bulli?