Ég kom heim dauðþreyttur eftir fótboltaæfingu, borðaði og varð allt í einu svo rosalega þyrstur.
Ég ákvað að fá mér Fanta, fékk mér einn sopa og hugsaði með mér “dj***ll er þetta vont!”.

Ég fór aðeins að hugsa um þetta og mundi þá eftir því að Fanta var einu sinni gott… Þá fór ég að hugsa um svona breytingar.

Af hverju í fjáranum þurfa góðar vörur alltaf að breytast?!!

T.d. Cocoa Puffs var algjört lostæti fyrir svona 1 - 1.5 ári síðan en síðan var því breytt og nú er það ekki gott.

Síðan er það náttúrulega Fantað sem að ég var að tala um áðan.

Síðan er það Counter-Strike Source. Harðir Counter-Strike 1.6 unnendur gjörsamlega HATA CSS vegna þess hvað hann er allt öðruvísi en 1.6.

Ég gæti haldið áfram með þetta breytingatal í alla nótt en ég nenni því ekki.

Er enginn sammála mér?

Komið með ykkar skoðanir!