skuggi kvaddi okkur fyrr í dag, allt í fína ef honum finnst hann þurfa að gera drama úr því að hann sé hættur að browsa vefsíðu þá má hann eiga það.

En hann bendir á að hugi hafi breyst voða mikið… þar er ég ekki eins viss, held frekar að eldri hugarar, semsagt þeir sem hafa verið notendur í til að mynda fimm ár, séu einfaldlega farnir að þroskast… þeir voru partur af þessu óþroskastigi, en hafa þroskast núna og þykjast sjá bara óþroskann…

Líkt og í fréttum, oft bara fréttnæmt það slæma sem gerist, en það góða fær oft minna umtal…

ef maður mundi skoða huga vel, þá er ég að tala um áhugamálin, þá sér maður á þeim flestum þroskaða, áhugaverða og skemmtilega umræðu þar sem áhugamenn stinga nefum saman, en ef eina sem þú stundar er forsíðan þá áttu ekki að búast við neinu… og auðvitað eru intruderar á allmörgum áhugamálum sem ganga berserkgang og níðast á áhugamálum annarra og segja að þau sé verri en þeirra eigin… en þeir eru oftast í miklum minnihluta en eins og með fréttirnar er oftast einblínt á það vonda…

Enda er heimurinn ekkert vondur staður, ef fréttirnar væru “það blómstraði blóm í mývatnsveit í dag” eða “kallinn hjálpaði gömlu konunni yfir götuna” þá væri almenningsálitið á ástandinu allt öðruvísi… en það er bara ekkert fréttnæmt, og það sem er ekki fréttnæmt selur ekki.

Svo besta leiðin til að stunda huga vel, er að útiloka öll leiðinlegu svörin, bjánalegu svörin, barnalegu svörin og útiloka allann óþroskann og sýna sjálfur alltaf þroska, enda er lífið of stutt til að vera pirraður. :)