Það var fyrir einhverjum vikum þegar ég var í stærðfræði hjá Einari kennaranum mínum. Það var einhver órói í bekknum svo hann ákvað að taka til þess bragðs að taka upp kertastjaka sem var á kennaraborðinu og dúndraði honum niður á borðið með miklum látum þannig að allir þögnuðu.
Seinna í tímanum var aftur hávaði í bekknum svo að hann ákvað að vera sniðugur og gerði það sama, sem sagt dúndraði kertastjakanum niður í borðið. En í þetta skiptið fóru allir að hlægja og þegar ég gáði hvað hafði gerst þá hafði hann brotið kertastjakann. Ég veit að þetta er ekkert rosalega fyndið þegar maður les þetta svona en það er langfyndnast þegar maður sér þetta með eigin augum. Einar varð að gefa kennaranum sem átti kertastjakann annan kertastjaka og alles.
asdf