Nú hefur verið tekin sú ákvörðun um að stytta nám til stúdentsprófs um eitt ár. Við Íslendingar ætlum að hafa allt eins og fyrirmyndir okkar, Norðurlöndin, og þá sérstaklega Svíþjóð. Hér eru nokkrar staðreyndir um þetta:


- Skyldueiningum í 3. tungumáli á náttúrufræðibraut verður fækkað um helming - ekki nóg þekking til að nýta sér.

- Einingum í raungreinum fækkar töluvert

- Þetta minnkar möguleika til að velja nám við hæfi

- Deildir eins og eðlisfræði- og máladeildir munu hugsanlega leggjast af sökum skorts á sveigjanleika í námi

- Minni sérhæfni skóla

- Ríkið ætlar ekki að gefa styrki (eins og er í hinum Norðurlöndunum sem hafa sama kerfi)

- Ríkið sparar 500-700 milljónir en þessir peningar fara ekki í menntakerfið nema að litlu leyti

- Ríkið ætlar ekki að borga námsbækur fyrir nemendur

- Með því að færa nám úr framhaldsskólum upp í háskóla er verið að velta kostnaði frá ríkinu yfir á nemendur þar sem nemendur bera meiri fjárhagslega ábyrgð á háskólanámi

- Lengja á skólaárið hjá nemendum. Sá tími sem nemendur hafa í sumarvinnu og sumarfrí mun skerðast

- Minni tími fyrir vinnu þýðir að námsmenn eiga minni pening og þurfa að vinna meira með skólanum

- Minni tími og minni peningur þýðir að nemendur geta minna sinnt félagslífi og lífsgæði þeirra skerðast

- Meira álag í skólanum þýðir að það er erfiðara að vinna með skólanum og fleiri námsmenn lenda í fjárhagsvandamálum

- Framhaldsskólaárin eru mikilvægustu þroskaárin og þau ár sem flestir telja skemmtilegustu ár lífsins.

- Skortur er á menntuðum kennurum í þeim fögum sem stendur til að færa úr framhaldsskólunum niður í grunnskóla.

- Þessir kennarar fá fimm vikna sumarnámskeið fyrir breytingarnar sem eiga að koma í stað háskólamenntunar

- Stöðugildum kennara fækkar. Mikið atvinnuleysi meðal kennara í þeim fögum sem verða skorin niður

- Skortur verður á hæfum kennrum í grunnskólum

- Lítið sem ekkert var rætt um styttingu grunnskólanna í stað framhaldsskóla (sem mér finnst gáfulegri kostur)

- Það mun koma að því að 2 árgangar útskrifast á sama tíma. Ætlar ríkið að sjá öllu þessu fólki fyrir atvinnu þegar atvinnumarkaðurinn getur ekki ráðið fleira fólk til sín?

- Allt of lítill undirbúiningur hefur verið fyrir þær breytingar sem styttingin hefur í för með sér.


tekið af http://hagsmunir.is/ - Síðu Hagsmunaráðs íslenskra framhaldsskólanemenda.



Komið nú með ykkar skoðanir á þessu …
Ef þið hafið enga skoðun á þessu megið þið sleppa því að svara.