Mig langar að biðja ykkur um að hugsa um hvernig þið talið. Maður getur alltaf bætt sig. Sjálfur sletti ég mikið og tala vitlaust, en hér kemur
einn frasi sem ég tel þurfi að laga.

Gæði er orð sem notað er um hversu góður hlutur er. Gæði er semsagt dregið af orðinu góður.

Því tel ég (ég er nokkuð viss um að þetta sé rétt hjá mér, en gæti reynst vitlaust(mín uppástunga hljómar allavega rétt), að gæði geta verið mikil, eða lítil, en ekki góð eða léleg.

Hvað finnst ykkur?