Ég fór í bíó áðan á King Kong en allt í lagi með það en ég ætla að hneyksla mig á svolitlu.

Fyrir framan mig[nokkrum röðum] var náungi með Walkman síma og var að taka upp myndina en ekki nóg með það heldur var náungi líka fyrir aftan mig að taka upp myndina á símann.

Reyndar hvarf þetta alveg þegar 1 og hálfur tími var búinn af myndinni.

Hvernig dettur fólki í hug að taka bíómyndir upp???

Það er ekki eins og það séu það góð gæði í símanum.

Ef það vill bíómyndina ólöglega afhverju downloada þau ekki bíómyndinni í staðinn fyrir að taka hana upp í bíó.

Það er líka ólöglegt að taka myndina upp, og að deila henni á myndinni en það er reyndar ekki ólöglegt að downloada.

Hvað er að fólki???