“Stjórnvöld Bandaríkjanna hvetji reyndar bandarísk fyrirtæki til þess að stofna til stóriðju á Íslandi til þess að bæta fyrir minnkandi umsvif varnarliðsins hér.” Þetta, eða eitthvað þessu líkt, sagði fréttamaður RÚV áðan í fréttunum klukkan 19. Ætli þetta sé satt? Ef svo er, þurfa Bandaríkin alltaf að troða sér inn allstaðar? Ég verð nú að segja að mér finnst þetta vera ansi… Ég finn ekki rétta orðið. Bandarísk fyrirtæki eru hvött til þess að menga loftið á Íslandi og eiga hluta af því til þess að þeir missi ekki áhrif sín hérna. Ef eitthvað hefði getað lækkað álit mitt á Bandaríkjunum, þá er það þetta.