Hallóhalló, nú kem ég með eina kannski óraunhæfa spurningu til ykkar. Þannig er mál með vexti að ég er búinn að vera með eitt lag á heilanum í 10 ár, eða frá því ég sá eina teiknimynd seinast :O

En teiknimyndin fjallar um strák sem spilar á píanó(eða eitthvað hljóðfæri) og hann skríður út um gluggann og fer inn í eitthvað spaghettí málverk og þar finnur hann draumaland og þar er einhver dreki sem flýgur með hann um allt.

Semsagagt, veit einhver hvaða teiknimynd ég er að tala um? Og jafnvel hvað lagið góða heitir(minnir að það hljómi svipað og I wanna grow up to be a politician, með hljómsveitinni Byrds).

p.s. Enska nafnið á teiknimyndinni væri ekki verra.