Eins og staðan er núna fær Silvía Nótt ekki að flytja lag Þorvaldar Bjarna “Til hamingju Ísland” í forkeppni Evróvision á laugardag eins og til stóð en lagið lak út á netið í gær. Ómögulegt hefur verið að ná í keppnishaldara í morgun enda hafa þeir verið á stífum fundi þar sem reynt er að taka ákvörðum um hvort gefa eigi laginu undanþágu frá reglum keppninnar. Forsvarsmenn Basecamp, sem fer með framkvæmd keppninnar, sögðu í samtali við fréttastofu að reglurnar væru mjög skýrar og samkvæmt þeim ætti að vísa laginu úr keppni.

Ohh.. ef að þetta grípandi lag fær ekki að keppa þá flengi ég alla með gítar.

Við Íslendingar verðum örugglega bara að sætta okkur við 16. sætið í ár..?