Sælt veri fólkið,
Ég er í smá vandamálum.
Ég var að fá harðan disk og box utan um hann. Ég er búinn að plögga diskinum í boxið. Þetta er bara hefðbundið USB 2. Búinn að plögga því í tölvuna. Svo þegar ég kveiki á disknum þá heyrist svona hljóð um að windowsinn hafi fundið nýjan vélbúnað. Sést samt aldrei á skjánum “Found new hardware” En hljóðið heyrist eins og eitthvað sé tengt við og aftur þegar maður tekur úr sambandi en samt fæ ég aldrei harða diskinn til að birtast undir My computer eða neitt.

Þannig hvað á ég að gera í þessu, tölvan fattar að diskurinn er tengdur en samt sést ekki eins og þessi viðkomandi diskur sé í tölvunni.