Vinur minn er mjög mikið á móti papriku og finnst hún ógeðsleg. Ég var að borða papriku og þá fór hann að kvarta yfir þessu. Svo sagði hann að þegar hann yrði stór og gáfaður (haha) ætlaði hann að rækta erfðabreytta papriku sem myndi lifa betur en sú sem við höfum í dag, og þar með útrýma nútíma paprikunni. Nýja paprikan átti einnig að vera svo viðbjóðsleg á bragðið að enginn myndi borða hana og hann þyrfti aldrei að sjá þetta aftur.

Þá kom ég með þau rök að sama hversu vont bragðið væri, það myndi einhver vilja borða það. Íslendingar borða t.d. skötu, sem flestum útlendingum finnst viðbjóðslegt og myndi aldrei detta í hug að telja sem mat.

Þá sagði hann að enginn myndi vilja éta neitt með bragði af úldnum sokkum. Þá kemur tilgangur minn með þessum korki: Haldið þið að það sé ekki einhver sem myndi éta svo ógeðslegt grænmeti?


Ég vil taka það fram að það á ekki að taka þessar rökræður of alvarlega. :)