Smá skemmtilegt nöldur …

Ég bý á heimavist og af því það er alltaf ófært heim til mín hef ég verið hérna síðan jólafríið var búið. Þess vegna verð ég að þvo allan þvottinn minn hérna. Ekkert slæmt við það nema …

Þvottavélarnar hérna eru drasl!!! Þær eru 5 … Tvær bara vilja ekki gera neitt (hurðin biluð á annarri), tvær þvo en vinda ekki (svo þvotturinn er blautur og allt vatnið fer út um allt gólf, sem er alltaf blautt) og ein af þeim virkar.

Svo eru 3 þurrkarar. Ég prófaði einu sinni að nota einn og það kom bara hitalykt og eitthvað svo ég slökkti á honum og þorði aldrei að nota hann aftur. Svo eru hinir alveg í lagi en maður setur á hæsta hita og lengsta tíma og samt er þvotturinn aldrei þurr! Stundum nær maður að þurkka hann í annað skiptið, stundum í þriðja.

Ég er bara orðin svo pirruð á þessu!! Mig vantar þvott og ég eyddi 2 pörum af sokkum í að þvo því maður blotnar alltaf svo mikið þarna (alltaf allt á floti)

Aaaaaahhhh … Það er svo gott að nöldra þegar maður er pirraður :)