Nú var ég að dla kvikmynd um daginn, eða öllu heldur að reyna það. Það stöðvaðist þegar um 200 mb voru komin. Ég reyni að spila þennan part af myndinni, svona til að sjá hvort það væri þess virði að reyna aftur.

En þá bara spilast myndin ekki. Ég reyni þá að eyða henni, hægri-klikka á hana, og þá kemur ekki þetta venjulega, heldur eitthvað annað. Venjulega þegar ég klikka á eitthvað svona koma nokkrir valkostir upp, meðal annars að eyða skránni. Hér kemur það ekki. Það stendur bara "Play, Add to now playing list, add to playlist, add to sync list, add to burn list, open with… og að lokum send to…

Ég reyndi þá að gera bara svona drag-and-drop, setja þetta í ruslatunnuna, en það virkar ekki, skráin heldur sig á sínum stað. Nú er spurning mín til ykkar þessi: Hvað í andskotanum á ég að gera? Ég nenni ekki að hafa þessa skrá þarna, bara til að eyða plássi, því 200 mb er eitthvað sem ég má ekki missa á þessari tölvu.

Með von um góð svör,
Elendil
Autobots, roll out.