Er einhver annar hérna sem getur alls ekki lært nema undir álagi?
Ég get aldrei byrjað að læra nokkrum dögum fyrir próf! Td. núna undanfarið hafa verið mörg próf og ég hef alveg fengið nógu mikinn tíma til að læra undir þau, nema ég byrja aldrei að læra fyrr en ég veit að ég VERÐI að læra.
Td. ég vissi að ég átti að lesa 400 bls fyrir morgundaginn, en í staðinn fyrir að byrja fyrir 4 dögum síðan, þá fannst mér betra að byrja eldsnemma í morgun og lesa 400 blaðsíðna bók 2svar sinnum.
Þetta er ekki beint leti eða neitt, ef þetta væri leti hefði ég lesið hana einusinni og sleppt því að glósa.
Það er bara þannig að þegar ég hef nægann tíma þá byrja ég að hugsa um eitthvað allt annað, en þegar ég hef lítinn tíma og er orðinn stressaður þá legg ég mig allann fram. Þetta er samt að verða dáldið pirrandi því ég næ að sofa lítið.

Gerist þetta líka hjá ykkur?